Óásættanlegt að útgerðarmenn selji aðgang að auðlindinni

Það er óásættanlegt að atvinnurekendur í sjávarútvegi standi á sjávarbakkanum og selji aðgang að auðlindinni á fullu verði en alþingismenn standi í hrossakaupum um hvað útgerðin eigi að greiða fyrir aðganginn. Þetta kemur fram í ályktun kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ný þverpólitísk nefnd á móta tillögur um sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni og á hún að skila tillögum fyrir 1. desember 2017. Kjördæmisráðið beinir því til forystumanna Samfylkingarinnar að auðlindir hafsins eru þjóðareign og að stefna Samfylkingarinnar geti með auðveldum hætti lagt grunn að nýrri sátt um nýtingu fiskistofnanna.

„Það er niðurlægjandi fyrir þjóðina sem eiganda auðlindarinnar að stjórnvöld telji sig nauðbeygð til að semja við stórútgerðir til að forða byggðarlögum og fólki frá afleiðingum ákvarðana þeirra um að leggja niður útgerð og fiskvinnslu.

Útgerðarmenn hafa alltaf beitt þeim áróðri að þeir verði gjaldþrota ef þjóðin leysir eignarhaldsvandann með því að taka sjálf þátt í viðskiptunum. Sú stefnumörkun sem Samfylkingin fylgir byggist þó á markaðsleið,“ segir í ályktuninni.

DEILA