Ferðafélag Ísfirðinga : Sauðanesviti á laugardaginn

Laugardaginn 13. ágúst
Fararstjórn: Sturla Páll Sturluson.
Brottför: Kl. 10 frá Bónus á Ísafirði.
Gangan að Sauðanesvita er u.þ.b. 3,5 km hvor leið. Ágætlega greiðfær leið út með Sauðanesinu að norðanverðu.
Fallegar víkur á leiðinni, sem og fjaran þar sem norðlenski fiskibáturinn Talisman fórst 24. mars árið 1922.
Vegalengd um 7 km, göngutími áætlaður 3-4 klst.

Gengið verður frá verbúðinni við Sólstaði út að Sauðanesvita. Fornminjafélag Súgandafjarðar hóf sumarið 2016 byggingu á verbúð eins og þær voru á öldum áður við sjávarsíðuna þar sem sjómenn bjuggu þegar þeir voru í verinu. Í Staðardalnum var róið til fiskjar frá nokkrum verstöðvum: Stöðinni, Árósnum og Keravíkinni.

Verbúðin í Staðardal.

Sauðanesviti stendur yst á skaganum milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Vitinn var byggður árið 1964.

Teikning af Sauðanesvita e. Mathilde Morant.

Talisman EA 23 fórst í Súgandafirði 24. mars 1922 eftir erfiða sjóferð frá Akureyri á leið til Vestmannaeyja með fullfermi af frosinni beitusíld. Það eru því um 100 ár eða heil öld síðan að þessi hörmulegi atburður gerðist. Á skipinu voru 15 skipverjar og einn farþegi. Af þeim komust einungis fjórir af, átta drukknuðu og fjóra kól til bana.

DEILA