Fjögurra mánaða skilorð fyrir fíkniefnabrot

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Við leit á manninum og í bíl sem hann var farþegi í fann lögreglan 151 g af maríjúana, 9,6 g af kókaíni og 31 ecstasytöflur. Efnin voru ætluð til söludreifingar. Maðurinn mætti ekki til dóms við þingfestingu og var dómur lagður á málið þrátt fyrir fjarveru ákærða þar sem framlögð gögn lögreglu þóttu nægja til sakfellingar. Í desember 2016 gekkst hann undir sektargerð vegna fíkniefnabrota.

DEILA