Bæjarráð Vesturbyggðar getur ekki mælt með áformum Landgræðslu ríkisins um að endurheimt votlendis í Selárdal í Arnarfirði. Áformin tengjast sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og þar er meðal annars horfti til endurheimt votlendis. Bæjarráð vísar í bókun bæjarráðs frá 2013 þar sem ekki er mælt með framkvæmdunum, enda tún nýtt til slægju af bændum.
„Vesturbyggð lagði mikla áherslu á að landbúnaðarhagsmunir væru tryggir þegar núverandi deiliskipulag var unnið og getur því ekki sætt sig við að þessir hagsmunir séu teknir fram yfir hagsmuni þeirra örfáu bænda sem eftir eru í Arnarfirði og reyna að draga björg í bú á þessum afskekkta stað. Fyrirhugaðar aðgerðir munu draga úr getu íbúa til að stunda búskapog hagsmunir þeirra ganga augljóslega fyrir öllu þegar óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins,“ segir í bókuninni.
Umdeilt er hversu mikið gagn endurheimt votlendis gerir í baráttunni við losun gróðurhúsaloft
Þröstur Eysteinsson, Skógræktarstjóri, lýsti því yfir í samtali við fréttastofu RÚV í haust að ekki væri óhætt að ráðast í endurheimt votlendis í stórum stíl nema að undangengnum frekari rannsóknum.
„Rannsóknirnar sem liggja fyrir eru góðar og gildar, ekkert að þeim. Þær eru bara ekkert svakalega miklar og það eru sérstaklega ekkert miklar rannsóknir á því hvað gerist þegar við bleytum upp land,“ sagði hann og benti á að benti á að blautar mýrar losa líka gróðurhúsalofttegundir, metan nánar tiltekið og að sums staðar væri hugsanlega enginn loftslagsávinningur af því að fylla upp í skurði til að endurheimta votlendi. Það þurfi að mæla og sanna ávinning af endurheimt votlendis líkt og gert er með skógrækt og landgræðslu til að slíkar aðgerðir geti talið inn í kolefnisbókhald landsins.
smari@bb.is