Ölver er safngripur nr. 1 í aðfangabók Byggðasafns Vestfjarða.
Sexæringurin er smíðaður í Bolungarvík árið 1941 af Jóhanni Bjarnasyni, bátasmið og fyrrum árabátaformanni. Það var að frumkvæði Bárðar G. Tómassonar skipaverkfræðings.
Báturinn er smíðaður samkvæmt gömlu bolvísku lagi. Bolvíska lagið byggði á góðri sjóhæfni, bátarnir voru hraðskreiðir, létt rónir, góðir siglingabátar, léttir og stöðugir í lendingu.
Ölver er gott dæmi um sexæring eins og þeir voru við Djúp um aldamótin 1900. Hann er með öllum farviðum, s.s. árum, mastri, austurfærum, stýri o.fl. Ölver var fyrst sýndur á sjómannadag á Ísafirði árið 1941.
Uppsátur Ölvers er við verbúðina Ósvör í Bolungarvík, og er hann þar til sýnis á sumrin.