Jóhanna Ósk nýr svæðisstjóri Eimskips á Ísafirði

Jóhanna Ósk Halldórsdóttir hefur verið ráðin svæðisstjóri Eimskips á Vestfjörðum. Jóhanna er með BSc. gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og hefur starfað sem sölustjóri hjá fiskeldisfyrirtækinu Hábrún ehf. síðustu ár. Jóhanna Ósk hefur þegar hafið störf.

Böðvar Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip

„Við erum mjög ánægð að fá Jóhönnu til liðs við Eimskip og reynsla hennar úr sjávarútveginum mun koma að góðum notum hjá Eimskip. Vestfirðir eru afar mikilvægt svæði í okkar áætlunarflutningum, útflutningi og fiskflutningum innanlands. Eimskip rekur afgreiðslu á Ísafirði og á Patreksfirði sem þjónusta Vestfirði varðandi innanlandsflutninga ásamt inn-og útflutningi á svæðinu.

Framundan eru mörg spennandi verkefni og ég hlakka til að vinna með Jóhönnu og því sterka teymi sem starfar á Innanlandssviðinu að þeim verkefnum.“

DEILA