Gallerí úthverfa: Lucia Arbery Simek með sýninguna Ambergris Corral

Laugardaginn 2. júlí n.k. kl. 16 verður opnun sýning á verkum Kucia Arbery Simek í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið ,,Ambergris Corral‘‘  og stendur til föstudagsins 15. júlí.  Listakonan verður viðstödd opnun sýningarinnar og boðið verður uppá léttar veitingar.

Á sýningunni Ambergris Corral, heldur Lucia Arbery Simek áfram pælingum sínum um leiðangursvinnu – hvalaleiðangra, kúarekstur, könnunarleiðangra um norðurslóðir – í röð skúlptúra sem líkjast verkfærum og tólum sem tilheyra þessum ólíku greinum. Hlutirnir eru búnir til úr hinu og þessu sem finna má bæði á heimili og verkstæði. Ýmist tilviljunarkendir og brothættir eða nostursamlega unnir gefa þeir til kynna einhvers konar trúarlegan tilgang fyrir ónefndan ævintýramann.

In her solo exhibition Ambergris Corral, Lucia Arbery Simek continues an abiding interest in expeditionary labor—whaling, cowboying, arctic exploration—in a series of sculptures that resemble tools or weaponry from those various trades. Made from domestic and industrial bric-a-brac, the objects—either precariously contingent or highly finished—carry totemic qualities that suggest some ritualistic purpose for an unnamed adventurer.

DEILA