Bambahús ehf eru ungt frumkvöðlafyrirtæki skráð árið 2021, fyrirtækið endurvinnur 1000 lítra IBC tanka sem kallast bambar og framleiðir úr þeim gróðurhús. Gróðurhúsin eru íslensk nýsköpun og eru partur af hringrásrahagkerfinu. Bambahús ehf tekur þátt í að endurvinna hráefni sem fellur til og ætlar sér stóra hluti í þeirri vegferð. Bambahús ehf er virkur þátttakandi í hringrásarhagkerfinu og leggur sitt af mörkum fyrir komandi kynslóðir hvað varðar endurvinnslu og umhverfismál.
Vökvaumbúðirnar eru endurunna og til verður gróðurhús þar sem fólk getur lært sjálfbærni og ræktun. Bambahús ehf spara fyrirtækjum kostnað við förgun bamba, gefur samfélaginu tækifæri til að vera sjálfbær í matarframleiðslu og dregur úr kolefnisspori landsins til muna. Endurvinnsla (IBC tankarnir) hefur jákvæð áhrif á kolefnissporið þar sem óþarft er að flytja vökvaumbúðir úr landi til urðunar.
Nú þegar hafa opinberir aðilar, fyrirtæki og almenningur uppgötvað Bambagróðurhúsin, aðilar hafa fjárfest í gróðurhúsum til eigin ræktunar. Í fréttatilkynningu frá Bambahúsum segir : „Markmið okkar er að koma gróðurhúsi fyrir í öllum skólum landsins. Einnig viljum við útvega elliheimilum og heimilum fatlaðra hús, sniðið að þeirra þörfum. Nánari upplýsingar er að finna á www.bambahus.is„
Bambahús ehf eru í samstarfi við fyrirtæki varðandi söfnun á bömbunum m.a. Íslenska gámafélagið og einstök iðnaðarfyrirtæki. Stefnt er að því að efla innsöfnun á bömbum ennfrekar í nánustu framtíð í samstarfi við Íslenska gámafélagið og iðnaðarfyrirtæki.
Bambahús eru ekki einskorðuð við Ísland eitt og sér, heldur sjáum við það sem alþjóðlegt verkefni sem getur fest rætur sínar í hvaða landi sem er.