Litli leikklúbburinn hefur sett svip sinn á listalífið á Ísafirði í háa herrans tíð en fyrsta verkið á vegum leikfélagsins, Lína langsokkur, var sett upp árið 1966, en Lína líkt og LL hafa allar götur síðan skemmt landanum með einum eða öðrum hætti. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa lagt LL lið í gegnum tíðina, hvort heldur sem er á leiksviðinu sjálfu eða í einhverjum þeirra fjölmörgu verka sem inna þarf af hendi til að halda áhugaleikfélagi gangandi. Nú leitar Litli leikklúbburinn að áhugasömu fólki til ábyrgðarstarfa fyrir klúbbinn, en fjórir stjórnarmenn yfirgefa brátt félagið og því rými fyrir áhugasama um öflugt áhugaleikfélag að stíga fram.
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins þann 15.maí, kl. 20 og þar fara fram stjórnarskipti hjá þeim sem fara og þeim nýju sem verma sætin næstu misserin. Áhugasömum um setur í stjórn LL er bent á að hafa samband við formanninn Jóhönnu Ásu Einarsdóttur í netfangið stebbij@snerpa.is eða mæta til fundarins og gefa kost á sér á staðnum. Áætlað er að setja upp leikrit á haustmánuðum og geta nýir stjórnarmenn haft sitt að segja um efnisval.
annska@bb.is