Patreksfjörður: fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í gær

Fyrsta skemmtiferðaskip umarsins kom til Patreksfjarðar í gær. Það var Silver Moon. Samkvæmt upplýsingum frá Patrekshöfn fóru 466 farþegar í land og fóru í allls konar ferðir. Áætlaðar tekjur hafnarinnar af komu skipsins eru nærri 1 milljón króna.

Silver Moon er 40.700 tonn að stærð og getur tekið 596 farþega.

Myndir: Patrekshöfn.

DEILA