Ísafjarðarbær: síðasti dagur bæjarstjóra

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbær lýkur starfi sínu i dag. Hann var ráðinn í febrúar 2020 og er ráðningarsamningurinn hans til loka kjörtímabilsins. Það var þá til 12. júní en síðan var lögum breytt og sveitarstjórnarkosningar færðar fram til 14. maí og jafnframt ákveðið að kjörtímabilinu lyki 15 dögum síðar eða 29.maí.

Birgir var nýlega ráðinn til Þjóðkirkjunnar og tekur þar við starfi framkvæmdastjóra rekstrarstofu í næsta mánuði.

Samkvæmt ráðningarsamningi á Birgir rétt á launum í 6 mánuði vinni hann út kjörtímabilið. Föst laun eru 950 þúsund krónur á mánuði auk 600 þúsund króna í fasta yfirvinnu.

Viðbót kl 13:58.

Næsti fundur bæjarstjórnar verður fimmtudaginn 2. júní og þá verður væntanlega ráðinn nýr bæjarstjóri, sem mun verða Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi.

DEILA