Ég er nú frekar lítil grillmanneskja en þetta er um að gera að prufa, góð marenering og frábært öðruvísi kartöflusalat. Best er að nota svínahnakka eða svínakótilettur og láta liggja í marengingunni í að minnsta kosta 3 klst.
Mér fannst þetta að minnsta kosti mjög gott og vonandi ykkur líka.
Marenering:
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
1,5 dl vatn
140 g tómatpúrra
2 msk eplaedik
2 msk Worchestershire-sósa
1 dl hlynsíróp
1/2 dl hunang
1 tsk chiliflögur
1/2 tsk Caeynnepipar
Setjið lauk, hvítlauk og vatn í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið í pott ásamt öðru hráefni. Látið suðuna koma upp og látið svo malla á mjög vægum hita í 15-20 mínútur. Takið af hitanum, kælið og geymið og setjið þá kjötbitana í.
Kartöflusalat með avakadó:
1stk þroskaður avakadó
800gr kartöflur
1 rauðlaukur
1 lúka basillauf, söxuð
1 dós dýrður rjómi
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
salt og pipar
Sjóðið kartöflurnar. Leyfið þeim að kólna. Skrælið og skerið í bita.
Blandið saman sýrðum rjóma, pressuðum hvítlauk og helmingnum af söxuðu basillaufunum.
Skerið avakadó í tvennt. Takið steininn úr. Skafið ávaxtakjötið úr með skeið og skerið í bita.
Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og saxið.
Blandið kartöflum, avakadó og lauk saman við sýrða rjómann. Bragðið til með salti og pipar.Sáldrið afganginum af basillaufunum yfir.
Verði ykkur að góðu!