Leita eftir stuðningsfjölskyldum

Félagsþjónustan við Djúp, sem er félagsþjónusta Bolungarvíkur og Súðavíkur, óskar eftir að ráða stuðningsfjölskylda sem fyrst. Stuðningsfjölskylda þýðir að barn sé tekið til móttöku eða dvalar á heimili stuðningsfjölskyldu með það að markmiði að draga úr álagi á heimili barna, styðja foreldra barnsins í forsjárhlutverki, veita börnum tilbreytingu og stuðning auk þess að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum.

Um er að ræða eina helgi í mánuði þar sem börnin dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar. Á Vísindavefnum er grein sem útskýrir hvað það er að vera stuðningsfjölskylda.

brynja@bb.is

DEILA