Fasteignaverð á Vestfjörðum hefur hækkað um 30-40% frá árinu 2008 og hefur hækkað meira en í flestum öðrum landshlutum. Þetta kemur fram í svari Víglundar Þorsteinssonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar Pírata. Meðalverð á fermetra er þó umtalsvert minna á Vestfjörðum en í öðrum landshlutum.
Á tímabilinu 2008-2016 hækkaði fasteignaverð í fjölbýlishúsum um 30 prósent, fór úr 79 þúsund kr. í 103 þúsund kr. Meðalfermetrinn í sérbýli hækkaði um 40 prósent, fór úr 60 þúsund kr. í 85 þúsund kr. Fasteignaverð er hæst á höfuðborgarsvæðinu, árið 2016 kostaði fermetrinn í fjölbýli 358 þúsund kr. og hafði hækkað um 40 prósent síðan 2008. Fermetrinn í sérbýli á höfuðborgarvæðinu kostaði 302 þúsund kr. í fyrra og hafði hækkað um 13 prósent síðan 2008.