Hilmir fer til Colorado

 Ísfirðingurinn og körfuknatt­leiksmaður­inn Hilm­ir Hall­gríms­son flyt­ur í sum­ar til Pu­eblo í Col­orado-fylki í Banda­ríkj­un­um, þar sem hann mun nema í CSU Pu­eblo-há­skól­an­um og leika fyr­ir Thund­erWol­ves-lið skól­ans.

Thund­erWol­ves leik­ur í 2. deild NCAA-há­skóla­deild­ar­inn­ar í Banda­ríkj­un­um.

Í 21 leik fyrir Vestra í Subway-deildinni á síðasta tímabili var Hilmir með 9,4 stig og 4,9 fráköst að meðaltali í leik en mest skoraði hann 26 stig í einum leik.

Hilmir kom upp í gegnum yngri flokka Vestra og var meðal annars Scania Cup meistari með félaginu árið 2019. Auk Vestra hefur hann einnig leikið með Stjörnunni í efstu deild.

DEILA