Uppskrift vikunnar – Svartbaunaborgari

Ég er nú ekki mikið fyrir grænmetisrétti en þessi kom mér mjög á óvart og allri fjölskyldunni. Mæli með að prufa þessa á grillið þegar sumarið ákveður að mæta almennilega.

Vona að þessi komi ykkur jafn mikið á óvart og mér, njótið vel.


Fyrir 3-4


1 dós svartbaunir (black beans) , vökvi hreinsaður frá
1/2 græn paprika
1/2 laukur
2 hvítlauksrif
1 egg
2/3 bolli brauðmyslnur
1 msk chilíduft, ég notaði chili explosion
1 tsk cumin
salt og pipar

Avacadó chilísósa
1 dós sýrður rjómi, 18 %
2 avacadó, afhýdd og steinninn fjarlægður
3-6 msk sweet chilí sósa,

Aðferð:

  1. Þerrið baunirnar og stappið í skál með gaffli.
  2. Setjið papriku, lauk og hvítlauk í matvinnsluvél og vinnið þar til allt hefur maukast vel saman. Kreistið mesta vökvann úr blöndunni og blandið saman við baunirnar.
  3. Bætið chilídufti, cumin, salti og pipar saman við ásamt brauðmyslnu og léttþeyttu eggi. Hrærið vel saman.
  4. Mótið í 4 buff og grillið í 4-5 mínútur á hvorri hlið.
  5. Gerið avacado chilísósuna. Stappið avacado og hrærið saman við sýrða rjómann. Smakkið til með sweet chilísósu
  6. Berið fram með hituðu hamborgarabrauði, salatblaði, sósunni, avacadosneiðum, tómötum, rauðlauk og því sem hugurinn girnist.

Verði ykkur að góðu!

Halla Lúthersdóttir

DEILA