Vegagerðin hefur fyrir hönd Hafnarsjóðs Vesturbyggðar auglýst eftir tilboðum í gerð grjótgarðs fyrir smábátahöfn í Brjánslækjarhöfn.
Helstu verkþættir magntölur:
- Útlögn á grjóti og kjarna úr námu og af lager samtals um 27.300 m3
- Upptekt og endurröðun um 1.200 m3
Verkinu skal lokið 31. desember 2022.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með 2. maí 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 17. maí 2022.