Um síðustu helgi fór hópur manna frá Björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ ásamt fleirum í þriggja daga ferð um hálendi Vestfjarða, einkum til æfinga. Farið var á 13 – 15 snjósleðum. Hópurinn gisti tvær nætur á Laugarhóli í Bjarnarfirði í Strandasýslu og eina nótt á Hótel Ísafirði. Dagana tvo á ferð á vestanverðum kjálkanum fékk hópurinn Valþór Atla Birgisson frá Bolungavík til þess að veita leiðsögn.
Hópurinn fékk einmuna blíðu veður og gerði góða ferð um Vestfirði. Með í för var Ísfirðingurinn Haukur Örn Harðarson sem tók myndirnar.