Norðurfjarðarhöfn sem sveitarfélagið Árneshreppur rekur fékk í síðustu viku nýjan krana. Fyrir helgina var verið að tengja hann og prófa. Kraninn lyftir um 1650 kílóum í lengstu stöðu sem eru átta metrar, en miklu meira þegar hann nýtir ekki lengdina. Kraninn er fjarstýrður og hægt að stjórna honum hvar sem er á bryggjunni, kranamaður getur því horft niður í bátinn sem verið er að landa úr og er það talinn mikill kostur. „Guðlaugur A Ágústsson hreppsnefndarmaður og vélstjóri sem sér um viðhald og alla umhirðu kranans og fleira segir að höfnin hafi fengið mjög góða þjónustu frá fyrirtækinu Barka í Kópavogi þaðan sem kraninn var keyptur. Gamli kraninn var orðin alveg búin og eldgamall og ekki veitti af að skipta um hann nú þegar strandveiðitímabilið er að byrja eftir mánaðarmótin, og allt verður vitlaust í löndun, segir Gulli.“
Þetta kemur fram á fréttaveitunni Litla Hjalla