Tálknafjörður: persónukjör og fjórir sveitarstjórnarmenn gefa ekki kost á sér

Tálknafjörður. Mynd: Mats Wibe Lund.

Engir framboðslistarkomu fram í Tálknafirði og verða því óhlutbundnar kosningar að þessu sinnu. Kosnir verða fimm til setu í sveitarstjórn og fimm til vara. Kjósendur munu skrifa nöfn þeirra á kjörseðilinn sem þeir vilja að skipi sveitarstjórnina.

Athygli vekur að fjórir af fimm núverandi sveitarstjórnarmönnum gefa ekki kost á sér að þessu sinni. Það eru Bjarnveig Guðbrandsdóttir, oddviti, Guðni Jóhann Ólafsson, varaoddviti, Ingibjörg Ósk Þórhallsdóttir og Björgvin Smári Haraldsson sem hafa tilkynnt að þau nýti sér rétt sinn til þess að skorast undan kjöri. Öll voru þau kjörin af Ó lista óháðra sem fékk 96 atkvæði og fjóra kjörna.

Það er aðeins Lilja Magnúsdóttir sem gefur kost á sér áfram. Hún var kjörin af E- Listi áhugafólks um eflingu samfélagsins, sem fékl 47 atkvæði.

DEILA