Skíðavikan á Ísafirði hófst í gær að venju með sprettgöngu í miðbænum. Veðrið lék við skíðavikugesti. Mikill fjöldi fólks er kominn vestur til þess að eiga góða páskahelgi og njóta fjölbreyttrar dagskrár um alla norðanverða Vestfirði.
Dagskrá hefst þegar kl 9 með morgunbænum í Þingeyrarkirkju. KL 10 hefst í íþróttahúsinu á Torfnesi páskaeggjamóti Góu og körfuknattleiksdeildar Vestra. Dagskrá verður í húsinu til kl 14. Á skíðasvæðinu hefst kl 12 skíðaskotfimi á Seljalandsdal og eftir hádegi verður opið Byggðasafnið í Neðstakaupstað svo nokkur dæmi um fjölbreytta dagskrá séu tilgreind.
Til fróðleiks er sýnd hér samantekt á því sem boðið verður upp á Þingeyri um helgina.
![](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2022/04/skidavikan_Thingeyri_2022-724x1024.jpg)