Píratar í Ísafjarðarbæ munu vera valkostur fyrir íbúa í næstu kosningum. Pétur Óli Þorvaldsson hlaut kjör sem oddviti listans í prófkjöri sem lauk í mars mánuði og starfar Pétur í Bókhlöðunni. Annað sæti skipar Margrét Birgisdóttir starfsmaður í búsetu þjónustu og þriðja sæti skipar Herbert Snorrason sagnfræðingur.
Framboðið leggur meðal annars áherslu á að stórefla hverfisráð, bæta viðhald á eignum bæjarins, auka aðgengi að upplýsingum um rekstur og annað sem viðkemur bænum auk þess að laga þjónustuleiðir við íbúa.
Listinn í heild sinni:
1. Pétur Óli Þorvaldsson Bóksali
2. Margrét Birgisdóttir Starfsmaður í búsetuþjónustu
3. Herbert Snorrason Sagnfræðingur
4. Sindri Már Þúsundþjalasmiður
5. Erin Kelly Myndlistamaður
6. Þórður Alexander Úlfur Júlíusson Matráður
7. Elías Andri Karlsson Sjómaður
8. Hjalti Þór Þorvaldsson Vélstjóri
9. Sunna Einarsdóttir Grafískur hönnuður