Strandabandalagið er nýtt stjórnmálaafl í Strandabyggð sem býður sig nú fram til sveitarstjórnar í Strandabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hér í þessari samantekt má sjá stefnu og helstu áherslur Strandabandalagsins, sem varða sveitarstjórn og stjórnsýslu, atvinnulíf, menntamál og íþrótta- og tómstundastarf Strandabyggðar.
Sýn Strandabandalagsins tekur mið af eftirfarandi þáttum:
o Atvinnulífsþróun í bæjum og sveitum
o Áherslum í menntamálum
o Áherslum í umhverfismálum
o Sameiningarumræðu
o Íbúaþróun
Þegar samstarf í sveitarstjórn hefst, er markmiðið að fullvinna frsamtíðarsýn með sveitarstjórn og nefndum sveitarstjórnar. Því er það mikilvægt að fólk með brennandi áhuga bjóði sig og styrk sinn fram til setu í nefndum sveitarfélagsins. Þá skal þessi sameiginlega sýn vera kynnt og rædd á íbúafundi og í framhaldi af því, en ekki seinna en 120 dögum eftir kosningar, verður hún kynnt sem framtíðarsýn sveitarfélagsins, eftir samráðsferli með íbúum.
Sveitarstjórn og stjórnsýsla
- Sveitarstjórn Strandabyggðar er fyrir íbúa Strandabyggðar og starfar í þágu heildarhagsmuna íbúa.
- Aðgengi íbúa að sveitarstjórn, framkvæmdarstjóra og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins skal aukið sem og gagnsæi í allri stjórnsýslu eflt með streymi frá sveitarstjórnarfundum, reglulegum opnum sveitarstjórnarfundum og þátttöku íbúaráðs
- Almenn samskipti: fyrirspurnum svarað innan 2ja sólarhringa, og efnislega innan 2ja vikna formlega frá viðkomandi nefnd.
- Allar framkvæmdir boðnar út og/eða auglýstar til verðkönnunar.
- Allar ráðningar í stjórnunarstöður auglýstar.
- Skýr áhersla á að auka landrými fyrir iðnaðarhúsnæði, íbúðahúsnæði, skógrækt og græn svæði til ánægju og kolefnisjafnaðar Strandabyggðar.
Atvinnulíf og umhverfismál
- Efla tekjustofna með fjölbreyttara atvinnulífi. Leita nýrra tækifæra og opna fyrir umræðu m.a. um fiskeldi og orkuframleiðslu.
- Gera samfélagið aðlaðandi kost fyrir fyrirtæki til að skapa fleiri og verðmæt störf. Vinna markvisst að frekari sjálfbærni Strandabyggðar með styrk og þjónustu Sveitarfélagsins, fyrirtækja og einstaklinga.
- Nýta betur og endurbæta eignir sveitarfélagsins til tekjuöflunar
- Ræða við stórfyrirtæki, sendiráð, ræðismenn, erlenda fjárfestingaraðila og opinberar stofnanir um fjárfestingar, flutning verkefna og fyrirtækja til Strandabyggðar.
Menntamál
- Setja háleit markmið um námsárangur og efla námsmat.
- Meta árangur af sameiningu grunn,-leik og tónskóla Strandabyggðar.
- Efla starfsemi tónskóla i sameinuðum skóla. Öflugt tónlistarlíf er ein forsenda þess að halda í barnafólk og ungmenni og styrkja þar með menningu og fjölbreytt nám.
- Efla aðkomu foreldrafélaga að starfi sameinaðs skóla.
- Skoða frekari möguleika fyrir aukið framhaldsnám í sveitarfélaginu.
Íþrótta- og tómstundastarf
- Halda áfram uppbyggingu og eflingu þjónustustigs íþróttamiðstöðvar, tjaldsvæðis og sundlaugar. Hólmavík hefur forsendur til að verða þjónustukjarni í ferðaþjónustu á Ströndum og gagnvart allri umferð á Vestfjarðavegi
- Auka samstarf á sviði íþrótta við nærliggjandi sveitarfélög sem og aðra samstarfsaila á sviði íþrótta. Öflugt íþróttastarf er ein forsenda þess að fá hingað og halda í barnafólk og ungmenni sem og að efla hreysti íbúa Strandabyggðar.
- Halda áfram öflugu félagsstarfi allra aldurshópa í Strandabyggð.
Lykilþættir
Lykilþættir árangurs og uppbyggingu í Strandabyggð, næstu 4-12 ár:
1. Fjölgun íbúa í bæjum og sveitum
2. Fjölgun atvinnutækifæra
3. Aukið húsnæðisframboð
4. Verðmætari atvinnusköpun
5. Skýr sýn í sameingarmálum. Sameining þarf að tryggja Strandabyggð a) leiðandi stöðu í sameinuðu sveitarfélagi og b) aukinn fjárhagslegan styrk
6. Tekjuaukning sveitarfélagsins, nýjir tekjustofnar
7. Hagræðing í rekstri
Í efstu sætum á lista Strandabandalagsins eru ÞorgeirPálsson, Jón Sigmundsson og Sigríður G. Jónsdóttir.