Skiptimarkaður krakkanna í Suðupottinum

Hin ýmsu verkefni hafa verið í gangi í Suðupotti sjálfbærra hugmynda sem starfræktur hefur verið í Skóbúðinni á Ísafirði frá því um miðjan síðasta mánuð. Um síðustu helgi var til að mynda fataskiptimarkaður sem lukkaðist vel og er nú komið að yngri kynslóðinni að spreyta sig á skiptileiðinni. Skiptimarkaður krakkann virkar þannig að börnin taka með sér nokkur leikföng eða föt sem þau eru til í að skipta fyrir eitthvað annað sem þau geta fundið hjá hinum. Hildur Dagbjört Arnardóttir, sem stendur að baki Suðupottinum segir þetta góða leið til að sýna börnunum hversu skemmtilegt það er að gefa hlutum og fötum nýtt líf og fá eitthvað nýtt og spennandi án þess að kaupa það nýtt úr búð og segir hún mikilvægt að kenna erfingjum framtíðarinnar hugmyndafræði sem er til góðs fyrir umhverfið.

Skiptimarkaður krakkanna fer fram í Skóbúðinni á laugardag á milli klukkan 13 og 15.

annska@bb.is

DEILA