FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Á ÍSAFIRÐI

Alþýðuhúsið á Ísafirði.

Franska kvikmyndahátíðin verður haldin á Ísafirði dagana 6. og 7. apríl n.k.

Sýndar verða fjórar myndir að þessu sinni, þar af ein teiknimynd fyrir alla fjölskylduna sem hlotið hefur mikið lof.

Seldir verða hátíðarpassar með góðum afslætti sem gilda á allar myndirnar á hátíðinni. Einnig verður hægt að kaupa miða á stakar sýningar.
Myndirnar verða kynntar betur síðar en þær eru:

Miðvikudagur 6. apríl
17:00 LES OLYMPIADES – PARIS 13E
Ath. boðið verður uppá franskar veitingar á Heimbyggð milli sýninga!
20:00 DEUX

Fimmtudagur 7. apríl
17:00 CALAMITY (fjölskyldumynd fyrir eldri en 6 ára)
20:00 L´ARMÉE DES OMBRES

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Ísafjarðarbíó, Franska sendiráðið, Alliance Francaise, Bíó Paradís, Myndform og Heimabyggð.
Fulltrúi franska sendiráðsins, Patrick Le Ménès, opnar hátíðina kl. 17 miðvikudaginn 6. apríl.

DEILA