Rusl út um allt

Mynd af facebooksíðu Ísafjarðarbæjar

Í gær lögðu þessir flottu strákar af stað frá Tanga í átt að Stjórnsýsluhúsinu. Markmið ferðarinnar var að týna upp rusl og fegra aðeins bæinn okkar.

Hinsvegar blöskruðu þeim hversu mikið var af rusli og ætluðu því að hitta Gísla bæjarstjóra og sýna honum „aflann“. Því miður var Gísli á fundi í Reykjavík og ekki hægt að hitta hann í þetta skiptið.

Þetta kemur fram á facebook síðu Ísafjarðarbæjar og í vikunni var í kvöldfréttum RÚV fjallað um hlaupara sem týndi upp rusl á hlaupaferðum sínum og kom oftast klyfjaður í heimahöfn að loknu hlaupi.

Nú þegar snjóa léttir kemur oft í ljós mikið af rusli, oft er stutt í ruslatunnu svo það ætti að vera auðvelt fyrir vegfarendur að kippa því upp og henda.

DEILA