Uppskrift vikunnar – Mexíkósk baka

Höfundur uppskriftar vikunnar er Halla Lútersdóttir

Þessi uppskrift er afskaplega einföld og þægileg og að mínu mati fullkominn endir á vinnuvikunni.

Það er líka vel hægt að leika sér með innihaldsefnin eftir smekk hvers og eins.

This image has an empty alt attribute; its file name is botn.png

Hitið ofninn í 225°. Blandið hráefninu í botninn saman þannig að það myndi deigklump, fletjið hann út og fyllið út í bökumót (ég nota oft bara venjulegt kökuform). Forbakið í ca 10 mínútur.

Bræðið smjör á pönnu og mýkið laukinn, sveppina og paprikuna við miðlungsháan hita. Á meðan passar vel að skera kjúklingabringurnar í lekkera bita. Þegar grænmetið er tilbúið er það tekið af pönnunni og kjúklingabitarnir steiktir upp úr smjöri. Bætið grænmetinu aftur á pönnuna ásamt rjómaostinum og salsasósunni og leyfið að malla saman um stund.

Setjið fyllinguna í forbakaðan botninn og stráið rifnum osti yfir. Bakið þar til osturinn er bráðnaður og kominn með fallegan lit.

Berið fram með góðu salati, nachos, sýrðum rjóma og guacamole og verði ykkur að góðu!

DEILA