Vegvarpið er nokkurskonar hlaðvarp í mynd. Í þáttunum er fjallað um ýmislegt sem snertir starfsemi Vegagerðarinnar.
Reynt er að varpa ljósi á það sem Vegagerðin er að sýsla við dags daglega en verkefni eru mjög mörg. Iðulega kemur það almenningi á óvart hversu mörg og hvað verkefnin eru fjölþætt í starfsemi Vegagerðarinnar.
Í nýjasta þættinum er rætt er um vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum og þar kemur margt fróðlegt fram.