Samkvæmt bráðabirgðatölum var heildarafli í febrúar rúmlega 198 þúsund tonn. Þar af nam loðnuafli 161 þúsund tonnum samanborið við 26 þúsund tonn í febrúar 2021.
Botnfiskaflinn var tæp 36 þúsund tonn sem 10 þúsund tonnum minni afli en í febrúar í fyrra.
Samdráttinn má að mestu rekja til þorskaflans sem dróst saman um 7.500 tonn.
Upplýsingar um fiskafla sem hér birtast eru bráðabirgðatölur Hagstofunnar.
Flest bendir til þess að aflaverðmæti í febrúar verði 25,7% meira en í febrúar 2021. Nokkur óvissa er í útreikningi á verðmæti loðnu en hér er miðað við meðalverð ársins 2021.