Appelsínugul viðvörun í gildi í dag

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir daginn í dag um allt norðvestanvert landið, Vesturland og miðhálendið.

Það verður suðaustan 20-28 m/s og talsverð rigning. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll staðbundið yfir 35 m/s, t.d. á Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi, í Dölum og Barðaströnd. Það verður ekkert ferðaveður og nauðsynlegt að tryggja lausamuni.

Þegar líður á daginn falla viðvaranir niður og þær síðustu falla úr gildi um miðnætti

Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum sem getur valdið tjóni. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum.

DEILA