Þetta er svona öðruvísi kjötbollur sem ganga einstaklega vel ofan í börnin og já fullorðna líka. Einföld og mjög góð uppskrift sem ég held ég geti sagt að allir geta klórað sig framúr.
Ég hef ekki prufað það en mér er sagt að jólagjöfin í ár, Air fryer sé mjög góð eldunaraðferð á þessum bollum.
Kjötbollur með púrrulaukssúpu og Ritz-kexi
- 1 kg nautahakk (eða 500 g nautahakk og 500 g svínahakk)
- 2 egg
- 1 bréf púrrulaukssúpa
- 1 pakki Ritz-kex (fínmulið)
Hrærið allt saman og mótið kjötbollur. Bakið við 180° í 15 mínútur. Passið að hafa bollurnar ekki mjög stórar. Ég nota ísskeið til að móta þær.
Berið fram með kartöflumús, gömlu góðu brúnsósunni og sultu.
Verði ykkur að góðu og góða helgi!