Sveitarstjórn Strandabyggðar boðar til íbúafundar vegna endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Til kynningar er forsendur og skipulagslýsing fyrir aðalskipulag Strandabyggðar 2021-2031.
Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja kynna sér og ræða helstu viðfangsefni og áherslur sveitarfélagsins í endurskoðuðu aðalskipulagi. Fundinum verður einnig streymt og hægt að taka fullan þátt í honum á Teams.
Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu þann 10. mars nk. og hefst kl. 17:00.
Hér er hlekkur á streymi fyrir fundinn.