Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur verið ráðinn næsti þjàlfari Vestra.
Gunnar Heiðar var landsliðsmaður í knattspyrnu og var í atvinnumennsku í fjöldamörg ár. Hann byrjaði í Svíþjóð og fór þaðan til Hannover.
Eftir ár í Þýskalandi samdi hann við Esjberg og þaðan fór hann á lán til Reading. Hann kom við á fleiri stöðum á ferli sínum, meðal annars í Tyrklandi, og endaði svo á að leika í Vestmannaeyjum.
Stjórn Vestra lýsir yfir mikilli ánægju með ráðninguna og telur að Gunnar sé einmitt sá karakter sem félaginu vantar og var í leit að.
Á síðasta ári þjálfaði hann lið KFS í Vestmannaeyjum í þriðju deildinni og náði eftirtektar verðum árangri.