Í Hnífsdal er Ingi Bjössi á fullu í skipasmíði. Þessa mánuðina eru það togararnir Júní og Júpíter sem eru verkefnið hjá þessum glaðbeitta skipasmið.
Nýsköpunartogarinn Júní GK 345 kom til hafnar í Hafnarfirði 13 mars 1951 og var gerður út af Bæjarútgerð Hafnarfjarðar.
Júpíter var smíðaður í Englandi árið 1925 og var lengi í eigu Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns. Skipstjóri var Bjarni Ingimarsson úr Hnífsdal.
Farið er eftir teikningum við smíði skipanna og hlutföllin höfð 1:25 og áætlað er að smíðinni ljúki í sumar.