Patreksfjörður: Björgunarskipið Vörður II kallað út vegna ófærðar á Raknadalshlíð

Vörður II.

Á þriðjudaginn voru vegir á Vestfjörðum margir lokaðir vegna ófærðar eikum fjallvegir. Á Patreksfirði lokaðist Raknadalshlíðin í norðanverðum firðinum vegna snjóflóða. Í veðrinu sló út rafmagninu meðal annars í sunnanverðum firðinum og yfir á Rauðasand.

Björgunarskipið Vörður II var kallað út til aðstoðar og flutti það starfsmenn OV inn að Hvalskeri, sem er í botni Patreksfjarðar, þar sem ekki var fært landleiðina til þess að leita að bilunum á rafmagnslínunum. Að sögn Smára Gestssonar hjá Landsbjörgu tókst Orkubúsmönnum að staðsetja bilunina og síðdegis var búið að gera við línunina.

DEILA