Skólahald fellur niður á Ísafirði á morgun

Mjög slæm veðurspá  er nú fyrir morgundaginn, miðvikudaginn 23. febrúar og er komin appelsínugul veðurviðvörun frá morgni til miðnættis.

Það hefur því verið ákveðið, í samstarfi við sviðsstjóra, að fella niður allt skólahald á morgun og verður skólinn lokaður. Skólinn verður þó opnaður fyrir börn neyðaraðila beri nauðsyn til og foreldrar bera þá ábyrgð á því að hafa samband við skólastjórnendur og tilkynna komu þeirra í skólann.

Nýjar verklagsreglur um skólahald í Ísafjarðarbæ voru samþykktar af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 16. febrúar s.l. og voru þær sendar foreldrum í tölvupósti fyrr í dag.

DEILA