Veðurstofa Íslands spáir suðvestan 8-15 m/s og súld eða dálítilli rigningu á Vestfjörðum í dag. Hvassast verður á annesjum, en hægari sunnanátt og þurrt að kalla síðdegis. Hiti 5 til 10 stig. Gengur í suðaustan 8-13 m/s með rigningu á morgun, en vestlægari og snjómugga eða slydda til fjalla um kvöldið og kólnar.
Á Vestfjörðum er víðast greiðfært. Krapi er á Hrafnseyrarheiði og í Trostansfirði en þæfingur á Dynjandisheiði. Þoka er á fjallvegum á sunnanverðum fjörðunum í morgunsárið.
annska@bb.is