Kosið um tvö stigahæstu merkin til morguns

Á fésbókarsíðu samskotasjóðsins Stöndum saman Vestfirði stendur nú yfir kosning á nýju einkennismerki, eða lógói, fyrir félagið. Til að byrja með voru átta merki í pottinum sem fylgjendur síðunnar gátu líkað við og síðan voru tvö stigahæstu merkin valin og er nú kosið um hvort þeirra beri sigur úr býtum. Kosningin stendur yfir til hádegis á morgun og má kjósa hér.

Stöndum saman Vestfirðir tók til starfa á síðasta ári og hefur sjóðurinn þegar ráðist í þrjár safnanir, í þeirri fyrstu var safnað fyrir barkaþræðingartæki og sprautudælum fyrir HVEST á Ísafirði, í annarri söfnuninni var safnað fyrir sjúkrarúmi fyrir HVEST á Patreksfirði og í þeirri þriðju fyrir hjartastuðtækjum í lögreglubíla á Vestfjörðum. Um þessar mundir er verið að skoða hver næsta söfnun verður og má koma með tillögur um það inn á síðunni þeirra.

annska@bb.is

 

DEILA