Lögreglan á Vestfjörðum fær nýja lögreglubifreið

Ný lögreglubifreið bættist nýlega í flota lögreglunnar á Vestfjörðum.

Bifreiðin er af gerðinni Ford Explorer og mun verða staðsett á Ísafirði.

Eins og meðfylgjandi myndir sýna verður bifreiðin vel sýnileg. Það skiptir máli hvað varðar öryggi lögreglumanna sem og almennra borgara.

Þessi bifreið leysir af hólmi Volvo V90 Cross Country árgerð 2018. Hún var vel nýtt, ekin um 270.000 km.

DEILA