Ísafjarðarbær: styrkir bíó næstu 10 árin

Alþýðuhúsið á Ísafirði.

Í nóvember var lagt fram í bæjarráði erindi frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga þar sem farið var fram á að sveitarfélagið veitti áframhaldandi stuðning Ísafjarðarbæjar við rekstur kvikmyndahúss, en núverandi samningur rennur út 1. janúar 2023.

Í vikunni var lagður fram samningur milli aðila um styrktarsamning við Verkalýðsfélag Vestfirðinga þar sem um 90% af álögðum fasteignaskatti og lóðarleigu vegna fasteignarinnar að Norðurvegi 1 á Ísafirði er varið til styrktar rekstrinum, gegn þeim skilyrðum að styrkurinn verði veittur til endurbóta á húsnæðinu og tækja til kvikmyndasýninga. Samningurinn gildir til tíu ára og er janframt skilyrtur því að áfram verði rekið kvikmyndahús í fasteigninni.

Bæjarráðið samykkti samninginn fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að hann verði samþykktur.

DEILA