Hugmyndin um hátíðarbæinn Hólmavík hefur gengið glimrandi s.l. ár en hátíðir hafa verið haldnar nánast mánaðarlega þrátt fyrir allskonar takmarkanir.
Hamingudagar voru haldnir í júní 2021 og margir gestir komu í heimsókn og skemmtu sér hið besta. Bókavík var haldin í haust, Hrekkjavaka var á sínum stað og ný nýverið var haldin janúarhátíðin Vetrarsól.
Arnkatla, sem eru félagasamtök listamanna í Strandabyggð og nágrenni munu síðan sjá um Hörmungardaga í lok febrúar. Á Hörmungardögum er vettvangur til að veita hinum ýmsu hörmungum athygli, hvort heldur sem er að styðja og styrkja þá sem verða fyrir hörmungum eða einfaldlega til að borða hörmulegan mat eða hlusta á ömurleg lög, eins má ausa úr sér yfir ömurð og leiðindum.
Þegar sumrar munum Hamingjudagar verða haldnir eins og áður og verður hátíðin 24.-26. júní.
Þegar nær dregur verður hátíðin auglýst en íbúar, sumarbústaðafólkið, fyrirtæki, félagasamtök, gestir og aðrir áhugasamir mega endilega senda hugmyndir og tillögur um atriði á hátíðnni.