Bændur fá 700 m. kr til áburðarkaupa

Áburðaverð hefur hækkað á síðustu misserum. Áburðarvísitala Alþjóðabankans hefur hækkað um 93% frá lokum síðasta áburðartímabils, m.a. vegna hækkunar á jarðgasi og COVID-tengdum framboðsáhrifum.

Áætluð hækkun hérlendis frá síðasta ári er um 87% samkvæmt mati Hagstofunnar fyrir verðlagsgrundvöll kúabús.

Í ljósi þessa hefur Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherratekið ákvörðun um ráðstöfun 700 m. kr. framlags í fjárlögum 2022 til að koma til móts við aukinn kostnað vegna áburðarkaupa.

650 milljónum verður varið til greiðslu álags á jarðræktarstyrki og landgreiðslur sem greiddar voru árið 2021 samkvæmt rammasamningi landbúnaðarins og jarðræktarstyrki samkvæmt garðyrkjusamningi á árinu 2021.

Alls fengu 1.534 bú slíkar greiðslur á liðnu ári vegna ræktunar á samtals 91.610 hekturum. Áætlað er að álagsgreiðslan þýði um það bil 79% álag á greiðslurnar 2021.  Gætt verður sérstaklega að búum sem nýir ábúendur hafa tekið við eftir að greiðslan 2021 fór fram. 

DEILA