Covid: 23 smit í gær

Í gær greindust 23 smit á Vestfjörðum. Fimmtán þeirra voru á Bíldudal. Þrjú voru á Ísafirði og önnur þrjú í Bolungavík. Auk þeirra var eitt smit á Reykhólum og í Súðavík.

103 virk smit

Alls eru nú 104 virk smit í fjórðungnum. Á Bíldudal eru 39 smit, 24 á Ísafirði og 22 í Bolungavík. Þrjú smit eru á hvorum stað Patreksfirði og Tálknafirði, 5 á Hólmavík og eitt á Drangsnesi. Á Þingeyri eru 2 smit og 4 í Súðavík.

Nærri 1.350 smit greindust á landinu í gær. Á sjúkrahúsi eru 36 með covid og þar af 2 í gjörgæslu.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA