Laugardagur 12. apríl 2025

Súðavík: Ný höfn á Langeyri

Auglýsing

Skrifað hefur verið undir framkvæmdasamning við Tígur ehf. í Súðavík um gerð fyrirstöðugarðs vegna landfyllingar og nýrrar hafnar í Súðavík við Langeyri í Álftarfirði.

Tígur ehf. sem átti lægsta tilboðið í verkið, hefur langa reynslu af framkvæmdum við slík mannvirki, nú síðast við að stækkun Ísafjarðarhafnar.

Áður hafði Súðavíkurhöfn og Hafnarsjóður Ísafjarðarbæjar samið við Björgun ehf. um notkun á uppdælingarefni frá stækkun Ísafjarðarhafni til landfyllinga og er sá verkhluti metinn á 437 miljónir króna.

Verkkaupi að gerð fyrirstöðugarðs er Vegargerðin og skal verkinu lokið 1. október 2022.

Nýja höfnin við Langeyri tengist byggingu á nýrri verksmiðju Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf., sem fyrirhugar að hefja starfsemi í október 2025. Kalkþörungafélagið skrifaði undir samstarfssamning við Súðavíkurhrepp þann 16. október 2021 um uppbygginguna.

Nýja höfnin er utan snjóflóðasvæðis og mun nýtast fleirum og gefur vaxtatækifæri fyrir hafnsækna starfsemi.

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir