Ég er mikill aðdáandi reykts fisks og þá sérstaklega laxsins. Bestu uppskriftirnar og fjölbreyttustu eru frá Ísfirðing https://isfirdingur.is/ og ég deili hérna einni með ykkur með sem ég prufaði og var alveg dolfallin. Og auðvitað eigum við að versla sem mest í heimabyggð.
Mér finnst best að nota tagliatelle pasta.
Innihald:
Pasta (Spagetti eða tagliatelle)
Reyktur lax (í litlum strimlum)
Fetaostur (auðvitað frá Örnu)
Olía af fetaostinum
Sítrónusafi
Pipar/chiliflögur
Parmeasan ostur
Leiðbeiningar:
1. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka.
2. Kavíar, fetaosti, sítrónusafa og olíunni blandað vel saman við í skáll.
3. Blöndunni er hellt út á pastað.
4. Laxinn borin fram til hliðar en settur út á pastablönduna þegar rétturinn er borðaður.
5. Pipar/chiliflögur og rifinn parmeasan ostur til hliðar og hver og einn fær sér að vild.
Verði ykkur að góðu og vonandi njótið þið jafnvel og ég og mínir.