Ferjan Baldur: ferðinni á morgun flýtt vegna vondrar veðurspár

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Sæferðir í Stykkishólmi hafa sent frá sér fréttatilkynningu um ferðir Breiðafjarðarferjunnar Baldurs á morgun.

Vegna slæmrar veðurspár og mikil ölduhæð á morgun, föstudaginn 21. janúar,  þá verður stefnt á að sigla

í fyrramálið kl. 6.00 frá Stykkishólmi og 9:00 frá Brjánslæk í staðinn fyrir 9.00 og 12.00 ferðina.

Seinni ferðin á morgun er hér með aflýst vegna veðurs.

Síminn verður opið til kl. 22 í kvöld og svo aftur kl. 8 í fyrramálið.

DEILA