Í greindust á smit á Vestfjörðum og voru þau öll á Patreksfirði. Þar eru flest smitin eða 41, eitt er á Tálknafirði og 2 á Bíldudal. Eitt smit er á Reykhólum og 4 í Strandasýslu, 3 á Drangsnesi og eitt í Árneshreppi. Þrettán smit eru á norðanverðum Vestfjörðum, 7 í Bolungavík, 4 á Ísafirði og 2 á Flateyri. Alls eru þá 62 virk smit í fjórðungnum.
1.194 smit greindust á landinu í gær, tæplega 22 þúsund manns eru í sóttkví eða í einangrun. Á Landsspítalanum eru 45 sjúklingar með covid19 og þar af eru 7 á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél.
https://www.ruv.is/kveikur/covid/