Covid19: fjögur ný smit á Vestfjörðum

Fjögur smit greindust á Vestfjörðum í gær. Eitt var á Pareksfirði, annað í Bolungavík og 2 á Ísafirði.

Alls greindust 1.378 smit í gær á landinu. Rúmlega 17 þúsund manns eru ýmist í einangrun eða í sóttkví. Á Landsspítalanum eru nú 32 sjúklingar vegna covid19 , þar af eru 7 í gjörgæslu. Fimm þeirra eru óbólusettir.

Alls eru nú 34 með virkt smit á Vestfjörðum. Í Strandasýslu eru 3 smit, tvö á Hólmavík og eitt á Drangsnesi.

Sjö smit eru á sunnanverðum Vestfjörðum, 6 á Patreksfirði og 1 á Bíldudal. Á norðanverðum Vestfjörðum eru 24 smit. Níu á Þingeyri og 8 í Bolungavík. Fjögur smit eru á Ísafirði, tvö á Ísafirði og eitt í Súðavík.

DEILA