Ísafjörður: þrettándagleðin felld niður

Frá þrettándagleðinni á Ísafirði. Mynd: Ísafjarðarbær.

Ísafjarðarbær hefur fellt niður þrettándagleðina sem til stóð að halda á Ísafirði í ár, en sveitarfélagið og Bolungavíkurkaupstaður hafa staðið fyrir gleðinni til skiptis.

Upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar segir að á síðasta ári hafi menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar tekið hátíðahöld sveitarfélagsins til umræðu í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022 og ákveðið að leggja meiri áherslu á Skíðavikuna, 17. júní og Veturnætur og hætta að bjóða til hátíðahalda á þrettándanum.

Kvenfélagið Hlíf á Ísafirði hafði veg og vanda af þrettándagleðinni í áraraðir. 2015 ákváðu meðlimir þess að stíga til hliðar, Ísafjarðarbær tók við keflinu og fékk til þess m.a. aðstoð Kómedíuleikhússins samkvæmt því sem fram kemur í svari Ísafjarðarbæjar.

DEILA