Covid19: 3 ný smit í gær

Þrjú ný smit greindust á Vestfjörðum í gær, 2 á Patreksfirði og 1 í Bolungavík.

Alls eru þá 39 virk smit í fjórðungnum. Flest eru þau Þingeyri eða 12 og 8 í Bolungavík. Sjö smit eru á Patreksfirði, 3 á Flateyri og í Súðavík. Tvö smit eru á Ísafirði og eitt á hverjum eftirtalinna staða: Bíldudal, Hólmavík, Drangsnesi og Árneshreppi.

Í gær greindust 879 smit á landinu. Um 6300 smit eru virk og nærri 8000 eru í sóttkví. á Sjúkrahúsi eru 25 og þar af 7 í gjörgæslu.

DEILA